Viðskiptavinir

TM er þekkt fyrir góða þjónustu. Yfirburðir félagsins í íslensku ánægjuvoginni á síðustu árum staðfesta að félagið veitir bestu þjónustuna á íslenskum vátryggingarmarkaði.


Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 1999–2014  

 


Við viljum heyra í fólki

Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM
Kjartan Vilhjálmsson, 
framkvæmdastjóri tjónaþjónustu

TM leggur mikla áherslu á góð og uppbyggileg samskipti við viðskiptavini sína. Um árabil hefur félagið sent bréf til allra sem lent hafa í tjóni í þeim tilgangi að glöggva sig á upplifun fólks af þjónustunni.

„Frá árinu 2005 hófum við sent öllum sem fá afgreitt tjón hjá okkur bréf þar sem við hvetjum fólk til að hafa samband og gera athugasemdir eða bera fram spurningar,“ segir Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu. „Þetta þótti nokkuð róttækt á sínum tíma og sumir efuðust um að rétt væri að fara þessi leið þar sem hún kynni að ýfa upp sár og hafa aðeins í för með sér kvartanir og leiðindi. En reyndin varð allt önnur og 95 prósent af þeim viðbrögðum sem fást með þessum hætti eru á jákvæðum nótum.“

Kjartan segir fólk ekki síst ánægt með að fá þetta tækifæri, og einlæga hvatningu, til að segja sína skoðun umbúðalaust. „Við erum mjög þakklát fyrir öll svör og ábendingar sem berast. Allt þetta jákvæða fyllir okkur stolti og sannfærir okkur um að við séum á réttri braut og það sem telja má neikvætt; óánægja og kvartanir, tökum við til gagngerrar skoðunar og notum til að gera enn betur ef við teljum þörf á. Fyrir utan þetta eru svona samskipti líka mikilvægur snertiflötur við viðskiptavinina, þau gera okkur meira lifandi í hugum þeirra sem annars hafa lítið samaband við okkur og í kjölfarið getur fólki til dæmis dottið í hug að óska eftir endurmati á vátryggingarvernd sinni eða eitthvað slíkt.“ 

Eins og sjá má hér að neðan hefur fólk sent fyrirtækinu ýmis jákvæð og einlæg skilaboð og fyrir nokkrum árum var ákveðið að nota nokkur þeirra í auglýsingar. Eftir að hafa borið auglýsingarnar undir rýnihóp þurfti að breyta þeim vegna þess að fólk hélt að þetta væri ekki alvöru heldur tilbúningur. Það var því undirstrikað skilmerkilega að með þessum hætti lýstu raunverulegir viðskiptavinir frammistöðu TM.

Á síðasta ári var stigið nýtt skref hvað þessi samskipti varðar þegar byrjað var að senda bréfið rafrænt. 

„Þá opnaðist sá möguleiki að senda um leið þjónustukönnun þar sem við fáum tækifæri til að greina með dýpri hætti en áður þá þætti sem við getum bætt í þjónustunni. Það getur sem dæmi átt við um hvort fólk telji okkur afgreiða mál nægilega hratt, hvernig það upplifir viðmót og þekkingu starfsfólks og hvort það sé ánægt með þá þjónustu sem það fær hjá samstarfsaðilum okkar, til dæmis bifreiðaverkstæðum og iðnaðarmönnum. Þetta er í raun ómetanlegt tæki fyrir okkur til að átta okkur á hvar við getum bætt þjónustuna.“

Skilvirknin er mikil. Ekki er nóg með að svör berist jafnan fljótlega eftir að þjónustukönnun er send út heldur er svarhlutfallið hátt. 

„Fólk er miklu duglegra við að svara tölvupósti heldur en með gamla laginu. Sem dæmi get ég nefnt að fyrir áramót sendum við um tvö þúsund viðskiptavinum rafræna þjónustukönnun og svörunin var upp undir fjörutíu prósent. Það köllum við mjög gott þegar um er að ræða að fólk þurfi að gefa sér tíma til að setjast niður og segja hug sinn til okkar.“  

Þetta höfðu viðskiptavinir m.a. að segja:


Framúrskarandi fyrirtæki. Fékk aldrei á tilfinninguna að þeir væru að reyna að komast undan vandamálinu eins og ég hef lent í hjá öðrum tryggingafélögum :-)

 

Það er ástæða fyrir því að maður velur TM fremur en önnur félög sem eru í sumum tilfellum ódýrari, það er einfaldlega „Aldrei tuð eða puð með að tala við TM vegna tjóns“ alltaf gengið ánægður frá málum hjá TM.

 

Heilt á litið – mér finnst ég vera í öruggum höndum – það eru þær væntingar sem ég hef, og TM stenst þær væntingar.

 

Þjónustan var frábær. Það gekk allt mjög hratt og vel fyrir sig. Það voru engar efasemdir eða eitthvað óskýrt.

 

Bæði tengiliður hjá TM og starfsmaður samstarfsaðila eiga hrós skilið fyrir skjóta og góða þjónustu. Viðgerðin var framkvæmd af fagmennsku og hafði einungis í för með sér minni háttar rask, sem að vísu þýddi að hún tók lengri tíma en ella, en sparaði bæði mér og TM heilmikinn kostnað að ónefndu því ónæði sem meira rask hefur í för með sér. Takk kærlega fyrir mig.

 

TM hefur breytt viðhorfi mínu til trygginga almennt eftir vægast sagt hörmuleg samskipti við Samvinnutryggingar hér áður fyrr.

 

Starfsmaður TM var mjög skilningsríkur og sveigjanlegur. Toppþjónusta í takt við auglýsingaskilaboðin ykkar.

 

Maður tryggir hjá TM vegna viðmóts starfsmanna og er ekki að hugsa sér til hreyfings. Takk fyrir góða þjónustu gegnum árin.

 

Hef verið hjá TM til margra ára en sem betur fer ekki þurft að fá bætt tjón fyrr en núna nýlega og mjög góðum árangri og er mjög ánægð með þjónustuna

 

Hröð og góð þjónusta. Algerlega til fyrirmyndar. Ég er sko ein af þessum ánægðustu viðskiptavinum TM!

 

Hef verið viðskiptavinur TM á þriðja tug ára, ávallt notið fullkominnar þjónustu þegar eitthvað hefur á bjátað. Kærar þakkir.

 

Ég vil koma því á framfæri að í hvert sinn sem ég hef þurft að hafa samband við TM hef ég fengið frábæra þjónustu.

 

Vil bara láta í ljós ánægju með TM og starfsfólkið sem ég hef haft samskipti við. Ég er mjög ánægður með þjónustuna hjá ykkur. Það er góð tilfinning að vita að þið takið vel á móti manni þegar eitthvað óvænt kemur upp á.

 

Hef verið hjá ykkur frá ca. 20 ára aldri. Samskipti mín við TM hafa verið á þann veg að alltaf hefur verið fundin sanngjörn lausn á málunum. Á þessi tímabili hef ég ýtt a.m.k. 4 eða 5 manneskjum í viðskipti til ykkar. Takk fyrir mig.

 

Mjög gott viðmót og ekkert vesen þegar ég hef þurft að leita til TM þið standið ykkur vel