TM 1956–2014
Tryggingamiðstöðin, TM, var stofnuð þann 7. desember 1956 af aðilum tengdum sjávarútvegi. Félagið hóf starfsemi sína 2. janúar 1957 að Aðalstræti 6 þar sem félagið starfaði fram til 30. janúar 2009 en þá var starfsemin flutt í Síðumúla 24.
TM seldi upphaflega eingöngu tryggingar ætlaðar fyrirtækjum en hóf á árinu 1967 sölu bifreiðatrygginga til einstaklinga. Vöruframboð félagsins hefur þróast jafnt og þétt og félagið selur í dag allar almennar tryggingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
TM vex og dafnar með þjóðinni
1956
TM stofnað. Félagið annast allar tegundir trygginga utan bifreiða- og líftrygginga.
1957
Íslendingar eru 162.700.
1958
Fiskveiðilögsagan færð út í tólf mílur.
1959
Átta ára Reykjavíkurmær hlýtur fyrstu verðlaun í getraun sem TM efndi til í dagblöðunum. Verðlaunin voru rafmagnseldavél.
1960
Keflavíkurganga farin í fyrsta sinn.
1961
Askja gýs.
1962
Togarinn Elliði sekkur undan Öndverðarnesi. 26 úr áhöfninni er bjargað en tveir farast.
1963
TM gefur HSÍ 25 silfurverðlaunabikara til að færa Íslandsmeisturum í handbolta til eignar næstu ár.
1964
Hljómar frá Keflavík slá í gegn.
1965
Íslendingar eru 190.652.
1966
Sjónvarpið tekur til starfa.
1967
TM býður bifreiðatryggingar.
1968
Hægri umferð tekin upp.
1969
Framleiðsla hefst í álverinu í Straumsvík.
1970
TM er stærsta sjótryggingafélag landsins.
1971
TM stofnar Líftryggingamiðstöðina sem býður líf- og slysatryggingar.
1972
Fischer og Spasskí mætast í heimsmeistaraeinvíginu í skák í Reykjavík. Fischer vann.
1973
Eldgos í Eyjum. Næstum öll fiskiskip yfir 100 tonnum í Vestmannaeyjum voru tryggð hjá TM. Allur fiskiskipaflotinn var í höfn þegar gosið hófst og var fólki bjargað sjóleiðis upp á meginlandið.
1974
1.100 ára Íslandsbyggð fagnað á þjóðhátíð á Þingvöllum.
1975
Fiskveiðilögsagan færð út í 200 mílur.
1976
Ólafur Jóhann Sigurðsson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Atli Heimir Sveinsson tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.
1977
Kröflueldar hefjast.
1978
Reykingar í leigubílum bannaðar.
1979
Íslendingar eru 224.522.
1980
Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti.
1981
Myntbreytingin. Tvö núll eru slegin af og verðgildi krónunnar þar með hundraðfaldað.
1982
Kvikmyndirnar Rokk í Reykjavík og Með allt á hreinu frumsýndar.
1983
Staðfest eru lög um að „Ó Guð vors lands“ sé þjóðsöngur Íslendinga og eign íslensku þjóðarinnar.
1984
TM gefur Slysavarnafélaginu eina milljón króna til sjóslysavarna.
1985
TM stofnar Sameinaða líftryggingafélagið ásamt Sjóvátryggingafélagi Íslands.
1986
Leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna funda í Höfða í Reykjavík.
1987
Starfsemi hefst í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Útvarpshúsinu og Kringlunni.
1988
TM fjölgar gjalddögum bifreiðatrygginga í tvo.
1989
Íslendingar eru 251.919.
1990
„Þjóðarsáttarsamningarnir“ samþykktir.
1991
Guðrún Erlendsdóttir verður forseti Hæstaréttar, fyrst kvenna og Sigríður Snævarr skipuð sendiherra, fyrst kvenna.
1992
Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin.
1993
Alþingi samþykkir aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
1994
50 ára lýðveldisafmælis minnst á þjóðhátíð á Þingvöllum.
1995
36 farast í fjórum snjóflóðum. Tuttugu á Flateyri, fjórtán í Súðavík, einn í Reykhólasveit og einn í Bláfjöllum.
1996
TM fagnar 40 ára starfsafmæli með nýjung á íslenskum vátryggingamarkaði, TM ÖRYGGI. Viðskiptavinum býðst með því að sameina allar tryggingar fjölskyldunnar á einn gjalddaga og dreifa greiðslum.
1997
Fjallgöngumennirnir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon komast á tind Everest, fyrstir Íslendinga. 269.874
1998
Hvalfjarðargöng tekin í notkun.
1999
TM og Trygging sameinast og TM á ánægðustu viðskiptavini tryggingafélaga samkvæmt fyrstu mælingu Íslensku ánægjuvogarinnar.
2000
Stórbruni í Ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Gríðarlegt tjón varð þegar fiskvinnsla félagsins brann til grunna. Starfsemin og húsnæðið var tryggt hjá TM.
2001
Íslendingar eru 283.361.
2002
Herðubreið valin þjóðarfjall Íslendinga.
2003
Nýr Barnaspítali Hringsins tekinn í notkun.
2004
Davíð Oddsson lætur af embætti forsætisráðherra eftir að hafa gegnt því í rúm þrettán ár, lengst allra.
2005
Eiður Smári Guðjohnsen verður enskur meistari í knattspyrnu með liði sínu Chelsea, fyrstur Íslendinga.
2006
TM í hálfa öld. Tímamótunum er fagnað m.a. með skautaveislu á Ingólfstorgi, bílatryggingum og -lánum á vefnum í gegnum elisabet.is og samstarfi við Margréti Láru Viðarsdóttur um eflingu kvennaknattspyrnu á Íslandi.
2007
Lánshæfismat og vottun. TM fær lánshæfismatið BBB frá Standard & Poor's (S&P) og varð þar með fyrst íslenskra tryggingafélaga til að fá lánshæfismat frá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Vefur TM hlýtur vottun fyrir forgang 3 um gott aðgengi fatlaðra frá Sjá og Öryrkjabandalaginu, fyrstur íslenskra vefja.
2008
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hlýtur silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Beijing.
2009
Nýjar höfuðstöðvar. TM flytur í Síðumúla 24 eftir yfir fimmtíu ára farsæla starfsemi í Aðalstræti 6–8.
2010
Eyjafjallajökull gýs.
2011
Brúnni yfir Múlakvísl skolar burt í jökulhlaupi. Hringvegurinn er rofinn í viku.
2012
Íslendingar eru 319.575.
2013
TM á markað. Félagið skráð í Kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi þann 8. maí.
2014
Ánægðir viðskiptavinir. TM mælist í 13. sinn með hæstu einkunn íslenskra vátryggingafélaga í mælingu Íslensku ánægjuvogarinnar.
Heimildir: Ísland í aldanna rás, Morgunblaðið og Hagstofan.