Framtíðarsýn og gildi

Hlutverk TM er að þjóna einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum með því að aðstoða þau við að vera rétt tryggð og koma lífi þeirra og starfsemi fljótt á réttan kjöl eftir áföll.

Gildi TM


Einfaldleiki

Við setjum upp­lýsingar fram á manna­máli og erum með einfaldar samskipta- og þjónustuleiðir.

Sanngirni

Við leitum sameiginlegra lausna og stöndum við gefin loforð.

Heiðarleiki

Við segjum sannleikann jafnvel þó hann geti valdið erfiðleikum.

Framsækni

Við erum framsækin og lítum á breytingar sem tækifæri til sóknar.


Framtíðarsýn

Framkvæmdastjórn TM gerir stefnumótandi áætlun til fimm ára í senn og taka rekstraráætlanir hvers árs mið af henni. Fimm ára áætlun félagsins er endurskoðuð á tveggja ára fresti en uppfærslur eru gerðar eftir þörfum þess á milli. Framtíðarsýn félagsins var síðast endurskoðuð 2014 og er eftirfarandi:

TM er íslenskt vátryggingafélag sem skilar eigendum sínum góðum arði og er því áhugaverður fjárfestingakostur. TM er til fyrirmyndar í stjórnarháttum og er ábyrgur þátttakandi í samfélaginu. Hægur en öruggur vöxtur bæði hérlendis og erlendis styrkir arðsemi og áhættudreifingu félagsins. TM nýtir fullkomna upplýsingatækni, líkanasmíð og vel skilgreind ferli til að skapa samkeppnisforskot á markaði, hvort sem er í vátryggingar- eða fjárfestingastarfsemi.

Viðskiptavinir TM eru þeir ánægðustu á íslenskum vátryggingarmarkaði. Starfsfólk TM er vel í stakk búið til þess að koma lífi viðskiptavina fljótt á réttan kjöl eftir áföll og sér til þess með vandaðri ráðgjöf að viðskiptavinir félagsins séu ávallt rétt tryggðir. 


Skilgreindir hafa verið 5 langtímamælikvarðar fyrir TM

Ávöxtun eigin fjár skal vera hærri en 15%

Samsett hlutfall skal vera lægra en 95%

Kostnaðarhlutfall skal vera lægra en 20%

Helgun starfsfólks skal vera meira en 4,2*

...og ánægðustu viðskiptavinir 
tryggingafélaganna
skulu vera hjá